Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Morgunblaðið

Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun vekja athygli fjölmiðla á tímaáætlun dagsins við björgun hvítabjarnarins á Skaga.

- Carsten Gröndal kemur frá Kaupmannahöfn og lendir á Akureyrarflugvelli um kl. 14:30. Þaðan mun Landhelgisgæslan fljúga með hann að Hrauni á Skaga.

- Hjalti Guðmundsson og Bjarni Pálsson frá Umhverfisstofnun eru á leið til Akureyrar og verða þar um hádegi. Þaðan verður ekið með búr undir dýrið og er áætlað að komið verði með það á vettvang á milli kl. 17:00 og 18:00. Þá hefjast aðgerðir við að deyfa dýrið og koma því í búr.

- Athygli er vakin á því að svæðið er og verður lokað almenningi. Þá er því sérstaklega beint til flugmanna að fljúga ekki lágflug yfir svæðið og nú er í gildi 7 mílna flugbann.

Nánari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum eins fljótt og hægt er. Einnig er hægt að hafa samband við Hjalta Guðmundsson hjá Umhverfisstofnun í síma 8224076 og Guðmund Hörð Guðmundsson, upplýsingafulltrúa umhverfisráðuneytisins, í síma 8680386.

Áki Ármann Jónsson, sviðsstjóri fræðslu-og upplýsingasviðs, mun verða í sambandi við Hjalta J. Guðmundsson, sviðsstjóra náttúruauðlindasviðs, og Bjarna Pálsson, deildarstjóra veiði-og lífríkisdeildar sem eru á staðnum. Fréttir af björguninni munu því birtast á heimasíðu stofnunarinnar um leið og þær berast.