Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur auglýst drög að starfsleyfi fyrir Spilliefnamóttöku Hringrásar á Reyðarfirði. Samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar verður Hringrás ehf. heimilt að taka á móti, flokka og undirbúa fyrir flutning allt að 60 tonnum af spilliefnum á ári.

Tillaga að starfsleyfinu liggur frammi til kynningar á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Fjarðabyggð til 13. ágúst 2008. Texta tillögunnar má nálgast hér. Frestur til að gera athugasemdir er til 13. ágúst 2008.