Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur sett reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir á efnum. Reglugerðin er sett til að innleiða nýja efnavörulöggjöf Evrópusambandsins, svokallaða REACH reglugerð (Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals, REACH). Hún leysir af hólmi í áföngum u.þ.b. tuttugu gildandi reglugerðir er varða framleiðslu, markaðssetningu, notkun og takmarkanir á efnum og efnablöndum.

Hlekkur á frétt umhverfisráðuneytis hér