Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna hf. á Akranesi. Þar kemur fram að Sementsverksmiðjunni verði heimilt að framleiða allt að 160.000 tonn á ári af sementsgjalli og allt að 250.000 tonn á ári af sementi, auk reksturs hráefnageymslna, gjallgeymslu og sementsgeymslu og pökkunar, verkstæða og annarrar þjónustu fyrir eigin starfsemi. Ennfremur verði verksmiðjunni heimilt að framleiða 32 þúsund tonn á ári af koladufti og forvinna 25 þúsund tonn af föstum flokkuðum úrgangi til brennslu í gjallofni verksmiðjunnar.

Tillaga að starfsleyfinu liggur frammi til kynningar á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, Akranesi til 19.september 2008. Texta tillögunnar má nálgast hér.

Umsagnarfrestur um tillöguna er til 19.september 2008.