Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun bárust í hádeginu myndir af utanvegaakstri í Hestadal sem liggur út frá Víkuskarði við Eyjafjörð. Líklegast er hér um að ræða torfæruhjól sem hefur spænt upp stórt svæði.

Umhverfisstofnun hvetur almenning að senda stofnuninni myndir af utanvegaakstri ef það hefur slíkar myndir í fórum sínum.

Ljósmyndirnar tók Völundur Jónsson.