Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og sjávarrannsóknarsetrið Vör í Ólafsvík standa fyrir fjöruferðum í sumar og haust. Ætlunin er að fylgjast með breytingum í fjörunni með ýmsum athugunum og kynnast þannig fegurð hennar og fjölbreytileika.

Ætlunin er að fylgjast með breytingum í fjörunni með ýmsum athugunum og kynnast þannig fegurð hennar og fjölbreytileika. Áhersla er lögð á að skoða þörunga og smádýralíf en ferðirnar mótast einnig af áhuga þátttakenda. Farið verður fjórum sinnum í fjöruna á tímabilinu.

Erla Björk Örnólfsdóttir sjávarlíffræðingur hjá Vör og starfsmenn þjóðgarðsins leiða ferðirnar. Verkefnið hlaut styrk frá Menningarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur síðastliðið vor. Fysta ferðin var farin í lok júní og mættu yfir 20 manns, fólk á öllum aldri. Ferðin tókst afar vel eins og myndirnar bera með sér en þær voru teknar í ferðinni.