Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Kristinn Jónasson

Í daglegu tali heimamanna á utanverðu Snæfellsnesi er talað um að fara framanundir þegar farið er fyrir Jökul. Nýlega var lokið við að leggja bundið slitlag á þá leið og er það gríðarlegur munur fyrir heimamenn og ferðafólk. Á sama tíma var lagt slitlag á hluta Öndverðarnesvegar, að Skarðsvík. Einnig var slitlag lagt á stutta vegarkafla að Gufuskálavör og Írskrabrunni. Ný bílastæði voru gerð meðfram veginum. Allir vegirnir eru mikið eknir af ferðafólki og eru innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Mjög mikil umferð hefur verið um þjóðgarðinn að undanförnu enda einmuna veðurblíða. Eflaust hafa margir glaðst yfir því að vera lausir við ryk, holur og grjótkast á akstri sínum.