Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Sandaragleði er haldin annaðhvert ár á Hellissandi. Þá koma brottfluttir Sandarar, vinir og vandamenn saman og skemmta sér. Ýmsar uppákomur eru í bænum s.s. gönguferðir, listsýningar og dansleikur.

Nú í ár sá þjóðgarðurinn um Listasmiðju fyrir börn á Sandaragleðinni og sáu Hákon og Anna landverðir um hana. Í Listasmiðjunni fengu börnin útrás fyrir sköpunargleðina og bjuggu til listaverk úr ýmsu sem finna má í fjörunni.