Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

14. ágúst 2008 | 14:00

Teflt á Gufuskálum

Svo virðist sem forfeður okkar sem bjuggu á Gufuskálum hafi iðkað skák. Nýlega voru fræðimenn á vegum Fornleifastofnunar Íslands við rannsóknir á svæðinu en umsjón með þeim hafði Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Fornleifavernd ríkisins og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Rannsóknarsvæðið var mælt upp og snið teiknuð til að komast að því hvers konar fornleifar væri um að ræða. Rannsóknin beindist einkum að fornum öskuhaug, að því er talið var. Ekki reyndist eingöngu um öskuhaug að ræða því í ljós komu hleðslur að byggingum og fundust þar m.a. renndur taflmaður og útskorin koparhespa. Ekki er vitað hvaða fornminjar nákvæmlega hér er um að ræða en rannsóknin er afar áhugaverð og verður fróðlegt að fá niðurstöður hennar.