Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Fjallað verður um utanvegaakstur í náttúru Íslands á Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmunar fróða um sjálfbæra þróun næstkomandi miðvikudag. Ólafur Arnar Jónsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, flytur erindi um umfang utanvegaaksturs og aðgerðir stjórnvalda og Þorsteinn Víglundsson flytur erindi fyrir hönd umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4x4.

Fundurinn verður í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 24. september kl. 12:00-13:30. Stefnumót eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni