Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarains, Samtök verslunar og þjónustu og Félag íslenskra stórkaupmanna stóðu fyrir kynningarráðstefnu um nýja reglugeurð um mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH) þann 18. september síðastliðinn. Ráðstefnan var vel sótt af fyrirtækjum sem framleiða, flytja inn eða nota efni á einn eða annan hátt og verða því fyrir áhrifum af REACH.

Á ráðstefnunni kom fram, Doris Thiemann, frá Efnastofnun Evrópu, sem sagði frá helstu markmiðum Efnastofnunarinnar og REACH. Einnig hélt hún erindi um forskráningu efna og hvar fyrirtæki geta fengið stuðning og upplýsingar um REACH. Þá komu fram Sigríður Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun sem fór yfir helstu skyldur íslenskra fyrirtækja og Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins sem talaði um breytt lagaumhverfi og ábyrgð framleiðenda.