Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Jonas Kakaroto á Unsplash

FRÆÐSLUFUNDIR MAST HEFJA GÖNGU SÍNA

Í vetur mun Matvælastofnun bjóða upp á opna fræðslufundi fyrir almenning síðasta þriðjudag hvers mánaðar í húsakynnum umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Fyrsti fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. september 2008 frá kl. 15:00 til 16:00 þar sem fjallað verður um varnarefnaleifar í matvælum.

Í vetur mun Matvælastofnun bjóða upp á opna fræðslufundi fyrir almenning síðasta þriðjudag hvers mánaðar í húsakynnum umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Fyrsti fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. september 2008 frá kl. 15:00 til 16:00.

Á fundinum verður fjallað um varnarefnaleifar í matvælum, með áherslu á eftirlit með eiturefnum og hættulegum efnum í grænmeti og ávöxtum.

Varnarefni eru eiturefni eða hættuleg efni sem notuð eru við ræktun og geymslu matvæla svo sem ávaxta, grænmetis og kornvara, til að draga úr eða koma í veg fyrir skaða af völdum illgresis, sveppa og meindýra. Sett hafa verið hámarksákvæði um magn slíkra efna í matvælum og sér MAST í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga um eftirlit með að vörur hér á markaði uppfylli settar kröfur.

Kynntar verða niðurstöður eftirlits með varnarefnaleifum í grænmeti og ávöxtum árið 2007 sem nýlega voru birtar í skýrslu sem nálgast má hér.

Á fundinum verður einnig fjallað um notkun varnarefna á Íslandi og hvaða reglur gilda um hættuflokkun, sölu og notkun þessara efna.

Fyrirlesarar:

Ingibjörg Jónsdóttir sérfræðingur hjá Matvælastofnun. Elín G. Guðmundsdóttir deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Fundurinn er opinn almenningi og eru allir velkomnir. Gengið er inn í húsnæði MAST, að Stórhöfða 23 Reykjavík, að norðanverðu (Grafarvogsmegin).