Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Föstudaginn 26. september sl. skrifaði Umhverfisstofnun og Samband Náttúrustofa á Íslandi undir rammasamning er varðar samstarf um vöktun friðlýstra svæða á Íslandi. Markmið samningsins er að efla samstarf og faglegt samráð ofnangreindra aðila um vöktun á friðlýstum svæðum á Íslandi.

Einnig er stefnt að því að auka samvinnu starfsfólks, gagnaöflun og auka þekkingu á náttúrufari friðlýstra svæða. Samtök Náttúrustofa og Umhverfisstofnun munu starfa náið saman að vöktun náttúruminja á friðlýstum svæðum en vötkunin felur í sér að náttúrustofur annast fræðilegan hluta vöktunar, þ.e. aðferðir og umsjón með gagnaöflun og úrvinnslu gagna.

Sérfræðingar og landverðir Umhverfisstofnunar sjá um að safna gögnum undir leiðsögn náttúrustofa. Það er von beggja aðila að hér sé kominn góður grundvöllur að farsælu samstarfi til framtíðar um mjög mikilvægt málefni sem snýr að friðlýstum svæðum.