Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Gottskálk Friðgeirsson

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Skeljungs að Digralæk 1 í Hvalfirði. Starfsleyfið veitir Skeljungi heimild til að geyma í hverjum geymi allt að 12.700 m3 af af olíu. Þá er heimil móttaka á úrgangsolíu. Tillaga að starfsleyfi fyrir starfsemi þessa var auglýst á tímabilinu 16.júlí til 10.september 2008 og bárust tvær athugasemdir við tillöguna. Um er að ræða niðurgrafna geyma sem upphaflega voru byggðir voru í tengslum við umsvif varnarliðsins hér á landi.