Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Alice Donovan Rouse á Unsplash

Skýrslan Losun gróðurhúsalofttegunda og spár í Evrópu 2008 leggur mat á losun á árunum 1990-2006. Einnig er litið til losunar í framtíðinni á gildistíma Kyoto skuldbindingarinnar á árunum 2008-2012.

Á heildina litið sýna spár frá aðildarríkjum að á skuldbindingartímabili Kyoto gætu ESB-15 löndin dregið úr losun um allt að 11% í samanburði við viðmiðunarár. Þessu takmarki mætti ná með samanlögðum áhrifum innlendrar stefnumótunar og aðgerða, kolefnisbindingar og viðurkenninga fyrir að draga úr losun utan Evrópusambandsins.

„Frammistaða hvað varðar losun er misjöfn innan ESB-15. Nokkur aðildarríki eru enn talsvert frá því að uppfylla skilyrði Kyoto. Hins vegar, ef væntanlegur framúrskarandi árangur hinna aðildarríkjanna er tekinn með í reikninginn, ættu ESB-15 löndin sem heild að standa við Kyoto skuldbindingu sína” sagði prófessor Jacqueline McGlade, stjórnarformaður Umhverfisstofnunar Evrópu. „Þar að auki myndi ástandið líta betur út fyrir sum aðildarríki ef spár þeirra gerðu að fullu ráð fyrir þeim losunartakmörkum sem settar eru á iðnað í Kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir ESB.

Skýrslan gefur einnig langtíma yfirlit yfir ástan losunar í Evrópu. Þrátt fyrir spár bendi til þess að losun dragist saman fram til 2020 innan ESB-27 er markmið landanna frá 1990 um 20% minni losun, studd af Evrópuleiðtogum í fyrra, utan seilingar án innleiðingar frekari aðgerða, svo sem tillögur ESB er varða orku og loftslagsbreytingar og voru lagðar fram af framkvæmdastjórn ESB í janúar á þessu ári.

Gögn sýna fram á að ESB-15 aðildarríkin sem standa að sameiginlegri skuldbindingu við Kyoto bókunina (EU-15) hafi dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 2.7% milli viðmiðunarársins og ársins 2006. Þær stefnumótanir og aðgerðir sem hafa til þessa verið innleiddar munu ekki duga til þess að ESB-15 nái Kyoto markmiði sínu, þar sem áætlað er að þær dugi einungis til þess að draga úr losun um 3.6% að meðaltali á árunum 2006-2010. Ef frekari aðgerðir sem voru skipulagðar af tíu aðildarríkjum væru framkvæmdar að fullu og innan gefinna tímamarka mætti ná fram 3.3% minnkun á losun. Heildaráhrif Kerfisins um viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda eru ekki með í spám allra aðildarríkjanna.

Flest ESB-15 aðildarríkin ætla sér að nota kolefnisbindingu (e. carbon sinks) – svo sem ræktun nýrra skóga sem taka til sín CO2 — til þess að ná Kyoto takmarki sínu. Heildarmagn koldíoxíðs sem má fjarlægja úr andrúmsloftinu árlega milli 2008 og 2012 er hlutfallslega lítið (1.4% miðað við losun 1990), þrátt fyrir að það sé ögn meira en spár gerðu ráð fyrir árið 2007.

Tíu ESB-15 aðildarríki áætla að nota Kyoto Kerfi til þess að ná fram markmiðum síum. Það ætti að skila frekari minnkun á losun um 3.0%.

Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu dregur fram þau lönd sem hafa lofað „umfangsmikilli minnkun á losun á skömmum tíma (2006-2010) með stefnumótun og aðgerðum sem hafa enn sem komið er ekki verið innleiddar eða teknar til framkvæmda.” Þar að auki þurfa lönd, sem spá talsverðri minnkun á losun frá 2006 til þess að ná markmiði sínu árið 2010, að halda við framlagi sínu og draga enn frekar úr losun fram til 2012. Þegar allt kemur til alls gætu sum aðildarríki nýtt sér Kyoto kerfin mun meira en þau gera ráð fyrir í áætlunum sínum í dag.

Enn frekar varpar skýrslan ljósi á marktækan mun á mati landa hvað varðar meðalverð fyrir kolefni sem miða skal við þegar ákvarða skal fjármagn sem nota skal til þess að kaupa Kyoto kolefniseiningar. Bilið í matinu á verðgildi er frá innan við 10 evrur til rúmlega 100 evra fyrir tonn af CO2-ígildum.

Heildarmarkmið ESB-15 um að draga úr losun um 8% kemur misjafnlega fram í losunarmarkmiðum hvers og eins aðildarríkis. Árið 2006 höfðu fjögur aðildarríki ESB-15 (Frakkland, Grikkland, Svíþjóð og Bretland) þegar náð að koma losun niður fyrir Kyoto markmið sín. Átta ESB-15 aðildarríki (Austurríki, Belgía, Finnland, Þýskaland, Írland, Lúxemborg, Holland og Portúgal) spá því að þau muni ná markmiðum sínum, en spár frá þremur aðildarríkjum (Danmörk, Ítalía og Spánn) gefa til kynna að þau muni ekki ná losunarmarkmiðum sínum. Í skýrslunni kemur fram að bil milli markmiða og áætlana eru mun minni en þau voru árið 2007. 

Tíu af þeim tólf aðildarríkjum sem gengu í ESB á árunum 2004-2007 hafa einhliða sett sér losunarmarkmið um 6 eða 8 %. Einungis Kýpur og Malta hafa ekki sett sér markmið. Innan ESB-12 gera aðildarríkin ráð fyrir að þau muni ná Kyoto markmiðum sínum þrátt fyrir áætlaða aukningu í losun á árunum 2006-2010. Slóvenía er eina aðildarríkið af þessum löndum sem hyggst nota Kyoto kerfi til þess að ná markmiðum sínum.

Samantekt úr skýrslunni og upplýsingar um hvert land fyrir sigþar á meðal Ísland, eru aðgengileg á veraldarvefnum. Heildarskýrslan verður gefin út í nóvember.