Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Vísindavaka var haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði síðastliðinn laugardag. Framtakið mæltist gríðarlega vel fyrir og mættu a.m.k. 150 manns til að skoða ýmis kvikindi, lifandi og dauð, auk þess sem starfsmenn útskýrðu vinnu sína og ýmis tól og tæki sem einnig voru til sýnis. Sérstaka athygli vakti hversu vel yngri kynslóðin skemmti sér.

Lesa má meira um Vísindavökuna og sjá frá henni myndir á vef Náttúrustofu Vesturlands.