Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Haraldur Hugosson - Unsplash

Umhverfisstofnun mun 31. október n.k. halda ráðstefnu um stöðu mála hérlendis vegna innleiðingar vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Ráðstefnan er haldin í bíósal Hótel Loftleiða og hefst kl. 9. Þeir sem vilja taka þátt í ráðstefnunni þurfa að skrá þátttöku sína hjá Umhverfisstofnun fyrir 29. október n.k. á netfangið ust@ust.is.

Dagskrá ráðstefnunnar

·       9:00 Ávarp umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir

·         9:10–9:25

Vatnatilskipunin, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

·         9:25-9:40

Vatnatilskipunin/stjórnsýslan, Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu

·         9:40-10:00

Vinna Vatnamæling vegna undirbúnings vatnatilskipunar ESB,

Jórunn Harðardóttir, forstöðumaður Vatnamælinga

·         10:00-10:20

Íslensk vatnakerfi og lífríki þeirra,

Sigurður Guðjónsson, forstjóri, Veiðimálastofnun

·         10:20-10:40 Kaffihlé

·         10:40-11:00

Íslensk vötn og vatnatilskipun ESB,

Gísli Már Gíslason, prófessor, Háskóla Íslands

·         11:00-11:20

Vistfræðileg flokkun vatna,

Jón S. Ólafsson, Veiðimálastofnun

·         11:20-11:40

Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna: vistfræðilegur gagnagrunnur um stöðuvötn. Nýting í ljósi vatnatilskipunar ESB,

Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður, Náttúrufræðistofu Kópavogs

·         11:40-12:00

Ástand strandsjávar,

Sólveig R. Ólafsdóttir, Héðinn Valdimarsson og Hafsteinn Guðfinnson, Hafrannsóknastofnuninni

·         12:00-12:20 Umræður

·         12:20-13:20 Matarhlé

·         13:20-13:40

Aðkoma frjálsra félagasamtaka,

Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtök Íslands

·         13:40-14:00

Upplýsingaveita til almennings, Náttúruvefsjá,

Geir Borg, Gagarín

·         14:00-14:20

Hlutverk Landgræðslunnar í vörnum gegn landbroti,

Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Landgræðslu ríkisins

·         14:20-14:40

Áhrif vegagerðar á vatnafar,

Helgi Jóhannesson, f.h. Vegagerðarinnar

·         14:40-15:00

Manngerð og mikið breytt vatnshlot,

Kristinn Einarsson, Orkustofnun

·         15:00-15:20 Kaffihlé

·         15:20-15:40

Ný Veðurstofa Íslands, vatnatilskipunin og aðrar tengdar tilskipanir,

Árni Snorrason, forstjóri, Veðurstofu Íslands

·         15:40-16:00

Skipulagsmál innan vatnasvæða,

Hafdís Hafliðadóttir, Skipulagsstofnun

·         16:00-16:20

Vatnatilskipunin og sveitarfélögin,

Guðjón Bragason, Sambandi íslenskra sveitarfélaga

·         16:20-16:40 Umræður

·         16:40 Ráðstefnuslit

 

Fundarstjórar: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri