Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Hér á landi er nú unnið að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Flug mun falla undir gildissvið tilskipunarinnnar frá og með 1. janúar 2012. Gert er ráð fyrir að ári síðar falli fleiri tegundir starfsemi þar undir, þar á meðal áliðnaður. Umhverfisráðuneytið boðar til opins fundar um tilskipunina og fyrirhugaðar breytingar.

Fundurinn fer fram mánudaginn 3. nóvember 2008, kl. 14:00-16:00. Sal B á Hótel Sögu.

Dagskrá fundarins

  • Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra setur fundinn.
  • Viðskiptakerfið og endurskoðun þess. Thomas Bernheim, sérfræðingur frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
  • Pallborðsumræður. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Pétur Reimarsson, Samtökum atvinnulífsins, Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Óttar Freyr Gíslason, EFTA.

Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri stýrir fundinum. Fundurinn fer fram á ensku. Þátttaka tilkynnist með pósti á postur@umhverfisraduneyti.is. Aðgangur ókeypis.