Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Þar sem Olíudreifing ehf. hefur fest kaup á olíubirgðastöð Íslenskrar olíumiðlunar á Neskaupstað hefur Umhverfisstofnun fallist á beiðni Olíudreifingar ehf. um að færa starfsleyfi stöðvarinnar yfir á sig. Samþykki Umhverfisstofnunar er í samræmi við heimild í 27. gr. reglugerðar nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Við yfirfærslu starfsleyfis sem falla undir þetta ákvæði breytast starfsleyfisskilyrði ekki.