Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Möguleikar á framleiðslu vistvæns eldsneytis hér á landi verða til umfjöllunar á 10. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Á fundinum mun Ágústa Loftsdóttir, verkefnisstjóri Vettvangs um vistvænt eldsneyti hjá Orkustofnun, veita yfirlit yfir þá möguleika sem eru fyrir hendi. K. C. Tran, forstjóri Carbon Recycling International, mun fjalla um framleiðslu fyrirtækisins á metanóli út koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum.

Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 3. desember kl. 12:00 til 13:30. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.