Stök frétt

Mynd: Unsplash

Deild lífríkis og veiðistjórnunar Umhverfisstofnunar auglýsir til sölu leyfi til hreindýraveiða á komandi veiðitíma, á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2009. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2009. Rafrænar umsóknir á skilavef veiðikorta og umsóknir í tölvupósti þurfa að berast fyrir kl. 24:00 og skriflegar umsóknir að hafa póststimpilinn 15.02.09.

Við fyrstu úthlutun geta veiðimenn sótt um tvö leyfi, ein aðalumsókn og önnur varaumsókn. Dregið verður úr innsendum umsóknum ef umsóknir eru fleiri en leyfi.

Ekki er tekið á móti umsóknum í síma.

Þeir sem eru að sækja um í fyrsta skipti þurfa að staðfesta B réttindi með því að senda ljósrit/skannaða mynd af byssuleyfi eða staðfestingu frá viðkomandi lögreglustjóra á Jóhann Guttormur Gunarsson.

Tafla yfir kvóta

Svæði
Kvóti 2009
Kvóti 2008


Kýr
Tarfar Kýr Tarfar

1 og 2
547(11) 200(66) 491(5)
316(94)

3
40
20
35
10

4
27
13
23
19

5
83
40
68
55

6
10
25 0
35

7
100 60 60
70

8
91 35
38
53

9

27 15 35 25
Samt: 925 408 750 583


Samt:
1333
Samt.
1333

Veiðileyfi fyrir kálfa sem veiddir eru með felldum kúm kosta alls staðar kr. 20.000,- Samkvæmt reglugerð þá skal greiða 25% af gjaldinu fyrir 1. apríl og 75% fyrir 1. júlí.