Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt opinn kynningarfund á Hóteli Eldhestum í Ölfusi þann 2. júní sl. þar sem kynnt var tillaga að nýju starfsleyfi fyrir Sorpstöð Suðurlands bs. vegna urðunarstaðar að Kirkjuferjuhjáleigu. Guðmundur B. Ingvarsson hélt kynningu þar sem fjallað var almennt um starfsleyfi og sjálfa starfsleyfistillöguna. Að lokinni kynningu var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir úr sal. Hátt í tuttugu gestir sóttu fundinn og urðu líflegar umræður um málefni urðunarstaðarins. Helstu atriði sem rætt var um tengdust lengd starfsleyfis og fyrirhugaðri lokun staðarins, skipulagsmálum á urðunarstaðnum og mengun frá honum.

Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna er til 12. júní nk. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Erindi
Guðmundur B. Ingvarsson