Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Flokkunar Eyjafjarðar ehf. á Glerárdal, Akureyrarbæ. Samkvæmt tillögunni verður Flokkun heimilt að urða allt að 12.000 tonn af almennum og óvirkum úrgangi á ári en starfsleyfi verður gefið út til tveggja ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn, mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, Akureyri, til 13. nóvember 2009. Starfsleyfistillögu og umsókn má einnig nálgast hér að neðan. Athugasemdir við umsókn eða tillögu skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. nóvember 2009.

Umhverfisstofnun mun halda opinn kynningarfund þar sem fjallað verður um tillögu að nýju starfsleyfi Flokkunar Eyjafjarðar ehf. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsal í Ráðhúsi Akureyrar, miðvikudaginn 7. október nk., kl. 17:00. Allir velkomnir.

Skjöl