Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Síðasti greiðsludagur staðfestingargjaldsins er miðvikudagurinn 31.mars. Ekki er hægt að greiða 1. apríl. Ef greiðsla berst ekki fyrir tilskilinn tíma hefur veiðimaður afsalað sér úthlutuðu leyfi og því verður úthlutað til næsta manns í biðröð.

Varist að treysta um of á bankalínur eða framvirkar greiðslur á síðasta degi, því ef ekki er næg innistæða á reikningi þá greiðast ekki þær kröfur sem búið er að merkja til greiðslu á viðkomandi degi.

Alltaf er eitthvað um að menn fái ekki útsenda greiðsluseðla. Hægt er að greiða staðfestingargjald beint inn á reikning eftir neðangreindum upplýsingum ef menn finna ekki greiðsluseðil eða kröfuna í heimabanka.

  • Reikningsnúmer: 305-13-300515
  • Kennitala móttakanda: 7010022880
  • Skýring greiðslu: Kennitala leyfishafa

Upphæð staðfestingargjalds eftir svæðum og kyni

  • Tarfur svæði 2: 31.250 kr.
  • Kýr svæði 2: 17.500 kr.
  • Tarfar á öðrum svæðum: 22.500 kr.
  • Kýr á öðrum svæðum: 12.500 kr.