Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun gefur nú út starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess h.f. sem er rekstraraðili að fiskimjölsverksmiðjunni sem áður var rekin undir merkjum Óslands ehf. í Hornafirði.

Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni á tímabilinu 12. febrúar til 9. apríl 2010, var hún sérstaklega send til umsagnar til Skinneyjar-Þinganess hf., Hornafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Þá hélt Umhverfisstofnun opinn kynningarfund þann í Nýheimum, Hornafirði þar sem tillagan og ferli við gerð starfsleyfa var kynnt. Að lokinni framsögu Umhverfisstofnunar var orðið gefið frjálst og rætt var um möguleika til að takmarka lyktarmengun af verksmiðjunni. Einnig var umræða um ráðstafanir vegna mögulegrar bráðamengunar ef lýsi færi í höfnina. Í þessu sambandi féllst Umhverfisstofnun á óskir rekstraraðila um að rýmd þróa við lýsisgeyma verði 60% í stað 90% eins og venjulega eru gerðar kröfur um. Til mótvægis við minni kröfur um rýmd koma kröfur um að tiltæk sé flotgirðing.

Ekki barst formleg athugasemd við tillöguna á auglýsingatíma. Texti starfsleyfis er að mestu óbreyttur frá auglýstri tillögu en þó eru lagfærðar villur og orðalag. Í grein 2.24 í starfsleyfinu er auk þess kveðið nánar á um ákvæði vegna flotgirðingar. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 30. júní 2026.