Stök frétt

Samkvæmt 43. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, er óheimilt að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis. Aðeins er heimilt að setja upp látlausar auglýsingar um atvinnurekstur, þjónustu eða vörur á þeim stað þar sem slík starfsemi eða framleiðsla fer fram.

Umhverfisstofnun berst töluvert af ábendingum um skilti sem sett eru upp meðfram vegum fjarri þeirri starfsemi sem um ræðir. Umhverfisstofnun telur að fjarlægja beri slík skilti.

Lagaákvæðið

43. gr. Auglýsingar utan þéttbýlis.

  • Óheimilt er að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis. Þó er heimilt, að uppfylltum ákvæðum annarra laga, að setja upp látlausar auglýsingar um atvinnurekstur eða þjónustu eða vörur á þeim stað þar sem slík starfsemi eða framleiðsla fer fram.
  • Umhverfisráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um efni greinarinnar og úrskurðar um vafaatriði.