Stök frétt

Umhverfisstofnun áformar að vera með sérstaka kynningu í næstu viku á tilkynningaskyldu efna til Efnastofnunar Evrópu. Nú hafa framleiðendur og innflytjendur efna aðeins sex vikur til stefnu og miklu máli skiptir að vera vel undirbúinn. Á kynningunni verður farið yfir hvernig beri að tilkynna efni og einnig gefst færi á að ræða þessi mál við sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Endanleg tímasetning og dagskrá verður auglýst í byrjun næstu viku.

Kynningarnar verða sniðnar að þörfum ólíkra hópa væntanlegra tilkynnenda, annars vegar framleiðenda og hins vegar innflytjenda. Einnig gefst tækifæri á að miðla nýjustu upplýsingum varðandi REACH og aðrar mikilvægar reglugerðir sem nú er verið að vinna að hjá Umhverfisstofnun. Farið verður yfir sama efni og á kynningarfundi 2. nóvember en með hnitmiðaðri hætti sem gefur möguleika á að fara nánar ofan í mikilvæg atriði. Reiknað er að kynningin taki einn og hálfan til tvo tíma.

Eftirfarandi tímasetningar hafa verið ákveðnar:

Fimmtudaginn 2. desember kl. 13:00 og þriðjudaginn 7. desember kl. 13:00 í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24.

Sendið óskir um þátttöku og hentuga dagsetningu á haukurm@ust.is

Meira um nýja reglugerð og leiðbeiningar.