Stök frétt

Þann 22. júní nk. mun umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, undirrita við hátíðlega athöfn friðlýsingu tveggja mikilvægra svæða í Skútustaðahreppi, Dimmuborga og Hverfjalls (Hverfell).  Þetta munu verða fyrstu friðlýsingar á Mývatnssvæðinu eftir að lögum um vernd Mývatns og Laxár var breytt árið 2004.

Dimmuborgir og Hverfjall (Hverfell) verða friðlýst sem náttúruvætti og er markmiðið með friðlýsingu þeirra er að varðveita sérstakar jarðmyndanir svæðanna vegna mikils fræðslugildis og útivistargildis. Hverfjall (Hverfell) er í eigu jarðarinnar Voga en Dimmuborgir í eigu Landgræðslu ríkisins. Umsjón Hverfjalls verður á hendi Umhverfisstofnunar en gerður verður sérstakur samningur við Landgræðsluna um umsjón og rekstur Dimmuborga. Að auki mun verða skipuð sérstök ráðgjafarnefnd um svæði í Mývatnssveit sem friðlýst eru skv. lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999. Ráðgjafarnefndin verður Umhverfisstofnun til ráðgjafar um málefni er varða rekstur svæðanna, samstarf þeirra og stefnumótun. Hér að neðan eru til kynningar drög að friðlýsingarskilmálum svæðanna tveggja, ásamt skýringarkortum og hnitum.

Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt 5 milljóna króna fjárveitingu í verkefnið og verður þeim varið til aukinnar landvörslu og framkvæmda.

Heildarflatarmál Hverfjallssvæðisins er 312.72 hektarar en Dimmuborga 423,5 hektarar.

Tengd skjöl