Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Klausturbleikju ehf. í Teygingarlæk í Skaftárhreppi. Eldisstöðin í Teygingarlæk hefur var áður rekin undir nafninu Glæðir ehf. Stöðin hefur nú undanþágu frá umhverfisráðuneytinu á meðan unnið er að starfsleyfistillögu.

Lagt er til að heimilt verði að framleiða allt að 90 tonnum af bleikju á ári til manneldis.

Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Skaftárhrepps, Kirkjubæjarklaustri, á tímabilinu 29. maí til 24. júlí 2012. Hér að neðan má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin og deiliskipulagið.

Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík). Frestur til að skila inn ábendingum er til 24. júlí 2012.

Skjöl