Stök frétt

Ráðstefna um skaðleg áhrif hávaða á rödd, heyrn og líðan í námsumhverfi barna verður haldin í Háskólasjúkrahúsi Landspítalans föstudaginn 12. október og laugardaginn 13. október. (Það er hægt að horfa á ráðstefnuna á youtube).

Hvenær

12. október 2012 kl. 9.00 - 16.10

13. október 2012 kl. 9:25 - 14:00

Hvar

Hringssalurinn í Háskólasjúkrahúsi Landspítalans (Barnaspítala Hringsins). Ráðstefnan verður send út á netinu til erlendra háskóla og til Háskólans á Akureyri, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði, Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum og Visku í Vestmannaeyjum.

Stutt lýsing á ráðstefnunni

Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar að ganga með heyrnarhlífar. Þar með er hávaðinn kominn langt yfir þau mörk sem fullorðnir telja vera forsendu þess að geta einbeitt sér eða heyrt talað mál. Ekki ætti að gera minni kröfur til starfsumhverfis barna en fullorðinna.

Sérstaklega þarf að huga að hávaða í leikskólum þar sem börn dvelja langtímum saman á viðkvæmu máltökuskeiði. Þá eru vaxandi áhyggjur af ófullnægjandi árangri nemenda í grunnskólum sem gætu m.a. átt rætur að rekja til truflandi áhrifa hávaða. Raddvandamál kennara eru alkunn en rödd kennarans er burðarstoð í námi barna. Það er alkunna að hávaði hefur skaðleg áhrif á líkamlega og andlega líðan þeirra sem í honum dvelja.

Þar sem ráðstefnunni er ætlað að vera lausnamiðuð verða erindin upplýsandi um hvað rannsóknir hafa sýnt að gæti dregið úr neikvæðum áhrifum hávaða. Erlendir og innlendir fyrirlesarar fjalla um málefnið. Ráðstefnan ætti að vekja áhuga bæði leikmanna og lærðra því að þarna koma við sögu atriði sem varða læknisfræði, sálfræði, hljóðvistarfræði, byggingafræði, talmeinafræði og kennslufræði. Ráðstefnan er haldin til að heiðra minningu Önnu Bjarkar Magnúsdóttur (21.04.1961 – †21.03.2011) raddmeinafræðings af félögum hennar í Nordic Voice Ergonomic Group.

Í undirbúningshóp fyrir þessa ráðstefnu eru Dr. Valdís Jónsdóttir talmeina- og raddfræðingur og Ólafur Daníelsson byggingarverkfræðingur en þau eru félagar í Nordic Voice Ergonomic Group. Auk þess hafa fulltrúar frá Umhverfisstofnun, umboðsmanni barna, félagi leikskólakennara og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands komið að undirbúningi ráðstefnunnar.

Kostnaður

Þátttökugjald er 12.500 kr. fyrir báða daga ráðstefnunnar. Nemar í háskólanámi greiða kr. 5.000. Verð fyrir hádegisverð er kr. 1.000 fyrir hvorn dag.

Nánari upplýsingar og skráning