Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Arkitektafyrirtækið Baark ehf í samstarfi við Landeigendur við Látrabjarg, Vesturbyggð og Umhverfisstofnun,  hafa unnið að deiliskipulagi Látrabjargssvæðisins. Vinnan hefur gengið vel og hefur nú Sveitafélagið Vesturbyggð auglýst lýsingu á skipulagsverkefninu skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði nær yfir land þriggja jarða, Hvallátra, Breiðavíkur og Keflavíkur. Stærð svæðisins er í allt um 9.000 km2.

Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, Patreksfirði og á heimasíðu sveitarfélagsins á meðan unnið er að skipulaginu. Hana má einnig nálgast hér að neðan. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63. eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt Skipulagsmál í Vesturbyggð fyrir 13. janúar 2013.

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Tengt efni

Skipulagslýsing fyrir Látrabjargssvæðið (PDF, 4 MB)