Stök frétt

Fimmtudaginn 21.mars næstkomandi verður haldin ráðstefna um rannsóknir og veiðistjórnun. Ráðstefnan er skipulögð af Skotveiðifélagi Íslands – SKOTVÍS í samstarfi við Umhverfisstofnun og er ætluð fræðimönnum, vísindamönnum, starfsmönnum opinberra stofnanna sem hafa aðkomu að umsjón lífríkis, frjálsum félagasamtökum sem og veiðimönnum og almenningi með áhuga á málefninu.

Megin tilgangur ráðstefnunnar er að skilgreina hugtakið „Stjórnun dýrastofna” og útvíkka umræðuna við ákvörðunartöku um stjórnun villtra dýrastofna og styrkja þannig faglega umræðu um málefnið. Langtímamarkmiðið er að tryggja samfeldni í umræðum um þessi mál og ná utan um alla þætti sem hafa áhrif á afkomu villtra dýrastofna og þróa aðferðafræði sem styður betur við ákvörðunartöku um skynsamlega nýtingu villtra dýrastofna.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hlíða á erindi frá erlendum og innlendum sérfræðingum um málefni veiða og veiðistjórnunar.

Nánar er hægt að kynna sér dagskránna á heimsíðu SKOTVÍS.