Stök frétt

Nemendur úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla unnu hörðum höndum að ýmsum verkefnum í þjóðgarðinum í Skaftafelli í síðustu viku. Um er að ræða frumkvöðlavekefni sem var skipulagt í samvinnu við Umhverfisstofnun. Hópurinn vann í fimm daga við stígagerð, stikun göngustíga, snyrtingu kringum tjaldsvæði svo dæmi megi nefna. Svo var gert ráð fyrir tveimur dögum í gönguferðir um þjóðgarðinn. Umhverfisstofnun lagði til vinnutól og mat en hópurinn sá sjálfur um að elda. Farið var á tveimur bílum og deildu þátttakendur ferðakostnaði. Enginn annar kostnaður var við ferðina. Tjaldað var á svæði landvarða og hafði hópurinn aðgengi að elshúsaðstöðu í landvarðaskálanum. Þetta er fysti alíslenski sjálfboðaliðahópurinn á vegum Umhverfisstofnunar og tókst verkefnið prýðisvel. Á hverju ári hefur Umhverfisstofnun umsjón með u.þ.b. 160 sjálfboðaliðum frá útlöndum en að undanförnu hefur stofnunin stefnt að því að efla sjálfboðaliðastarf meðal Íslendinga og óskað eftir samstarfi við íslenska framhaldsskóla og háskóla. Umhverfisstofnun þakkar nemendum og starfsfólki FÁ fyrir samstarfið.

Tenglar