Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Ferdi Rizkiyanto

Skólp er úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum sem skolaður er í burtu með vatni. En hvaða efni geta verið í skólpi, hversu vel er það hreinsað og hefur það einhver áhrif á nærumhverfi okkar? Á Hátíð hafsins stóð Umhverfisstofnun fyrir getraun um skólp og þakkar stofnunin öllum þeim sem tóku þátt í getrauninni. Dregið hefur verið úr svörum sem bárust og fá fimm þátttakendur í verðlaun glæsilegan Regatta bakpoka og gjafabréf fyrir þrjá í skoðunarferð um Vatnshelli á Snæfellsnesi. Vinningshafarnir eru þessir:
  • Halldóra Freygarðsdóttir 
  • Jóhannes Kári Sigurðsson 
  • Arndís María Sigurðardóttir 
  • Þórdís Lilja Ólafsdóttir 
  • Bjarki Sigurðsson

Alls tóku 212 manns þátt í getrauninni. 

 Getraunin var byggð á upplýsingum sem komu fram á veggspjöldum á sýningu sem Umhverfisstofnun var með á Hátíð hafsins um áhrif mannsins á hafið, strendur og lífríki hafsins. 

Óhreinsað skólp getur haft áhrif á nýtingu strandsvæða til útivistar og ferðamennsku. Í Reykjavík og nágrenni er fyrsta stigs hreinsun á skólpi, en víða um land er engin hreinsun á skólpi. 

Lyfjaleifar geta borist út í umhverfið með skólpi og í skólpi á Íslandi hafa meðal annars fundist leifar af verkja- og bólgueyðandi lyfjum, hjartalyfjum og þvagræsilyfjum. Þekkt er að lyfjaleifar geta haft hormónaraskandi áhrif. 

Ýmsar snyrti- og hreinlætisvörur innihalda efnis em geta haft skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Þessi efni berast út í umhverfið með vatni sem við notum í okkar daglega lífi. Það er því mikilvægt að við vönduð vel valið á slíkum vörum og notum í hófi sápur, krem, snyrtivörur og aðrar vörur sem í geta verið skaðleg efni. 

Rétt svör við getrauninni eru þessi:

  • Allt skólp á Íslandi er hreinsað áður en því er veitt út í sjó: Rangt
  • Í Reykjavík er 1. þreps hreinsun á skólpi: Rétt
  • Ekki er óhætt að stunda sjóböð allstaðar við strendur landsins: Rétt
  • Í snyrtivörum geta ekki verið nein skaðleg efni: Rangt
  • Mælst hafa leifar af hjartalyfjum í skólpi á Íslandi: Rétt

Halldóra FreygarðsdóttirBjarki Sigurðsson

Halldóra Freygarðsdóttir og Bjarki Sigurðsson

Jóhannes Kári Sigurðsson

Jóhannes Kári Sigurðsson 

Þórdís Lilja Ólafsdóttir (til hægri) og Arndís María Sigurðardóttir og

Arndís María Sigurðardóttir (til vinstri) og Þórdís Lilja Ólafsdóttir