Stök frétt

Aðeins fyrir efni um Kratus
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Kratus ehf. til að vinna ál úr álgjalli með saltferli í um það bil 5 MW olíu- eða gaskynntum tromluofni. Um er að ræða nýjan rekstur. 

Tilkynnt var um væntanlega framkvæmd til Skipulagsstofnunar sem tók ákvörðun um matsskyldu þann 24. júní 2010. Starfsemin er þegar hafin og er með undanþágu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Við ákvörðun á skilyrðum starfsleyfistillögunnar er litið til upphaflegrar tilkynningar á verkefninu til Skipulagsstofnunar, starfsleyfisskilyrða sambærilegra fyrirtækja, aðstæðna á Grundartanga og drög að skýrslu Evrópusambandsins um bestu fáanlega tækni fyrir sambærilega starfsemi sem heitir „Best Available Techniques (BAT) Reference Document for the Non-Ferreous Metal Industries, Draft 3 (February 2013)“. 

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar á tímabilinu 7. ágúst til 2. október 2013. Hér að neðan má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar, auk lóðarteikninga, byggingarleyfis og deiliskipulags á staðnum. 

Umhverfisstofnun hyggst halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillögu fyrir Kratus þann 4. september n.k. í Fannahlíð, Hvalfjarðarsveit, kl. 17. Stefnt er að því að á fundinum verði einnig kynnt starfsleyfistillaga fyrir GMR ehf.

Tengd gögn