Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.
Stök frétt
Ísland er auðugt af vatni og almennt talið að ástand vatns sé gott. Miklu máli skiptir fyrir viðskipti, ímynd og umhverfisgæði landsins að geta sýnt fram á að svo sé þar sem hér á landi er ýmis starfsemi sem getur valdið álagi á vatn. Síðan 2011 og áfram næstu árin fer fram greining á því hver staðan er í raun og grundvallast sú vinna á aðferðarfræði sem er sambærileg milli landa Evrópu. Vinnan stuðlar að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar.
Afmörkuð hafa verið 2.366 yfirborðsvatnshlot og 309 grunnvatnshlot. (Vatnshlot (e. waterbody) er nýyrði og stendur fyrir ákveðna afmörkun og samfellda heild af vatni og getur verið t.d. allt vatn í einu stöðuvatni eða í afmörkuðum strandsjó). Yfirborðsvatnshlotin skiptast í 386 stöðuvatnshlot, 1.866 straumvatnshlot, 66 árósa- og sjávarlónahlot og 49 strandsjávarhlot.
Fram hefur farið mat á mengunar álagi (punkt losun og dreifð losun) á vatnshlot og voru þau flokkuð í eftirfarandi þrjá hópa.
Í hættu: Vatnshlot undir umtalsverðu álagi og er ekki talið standast umhverfismarkmið um gott ástand. |
Óvissa: Vísbending um álag og óvissa um áhrif þess, skortur á gögnum. Álag á vatnshlot ekki nægilega þekkt og því ekki hægt að flokka það í „ekki í hættu“ eða „í hættu“ án frekari athugunar. |
Ekki í hættu: Vatnshlot ekki undir umtalsverðu álagi og stenst umhverfismarkmið um gott ástand. |
Mat vegna dreifðrar losunar fyrir stöðuvatnshlot á eftir að gera að undanskildu Þingvallavatni, Mývatni og tveimur tjörnum á höfuðborgarsvæðinu sem flokkuð voru í annars vegar í óvissu og hins vegar hættu því að vöktunarniðurstöður gefa vísbendingu um álag. Alls eru 27 vatnshlot flokkuð í óvissu og tvö vatnshlot í hættu í stöðuskýrslunni (sjá meðfylgjandi töflu).
Framangreint mat á álagi er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Enn á eftir að meta annars konar álag s.s. vegna vatnsformfræðilegra breytinga (stíflur, varnargarðar, þveranir fjarða o.fl.). Endanleg niðurstaða um það hvort vatnshlot sem flokkuð eru í óvissu uppfylli umhverfismarkmið um gott ástand eða ekki mun liggja fyrir eftir ítarlega skoðun á gögnum hjá sérfræðistofnunum og hagsmunaaðilum í þeim tilgangi að finna út ástand þeirra. Um er að ræða vistræðilegt ástand yfirborðsvatnshlota og efnafræðilegt ástand og magnstöðu grunnvatnshlota. Ef ástand reynist vera lakara en gott eru vatnshlot flokkuð í hættu.
Stöðuskýrslan er fyrsta skrefið í gerð heildstæðrar vatnaáætlunar. Í henni er fjallað um skiptingu vatns í vatnshlot og gerðir, þætti sem geta valdið álagi á vatn og hvort hætta sé á að vatnshlot standist ekki umhverfismarkmið um gott ástand.
Stöðuskýrslan var unnin undir umsjón Umhverfisstofnunar í samráði við vatnasvæðanefndir og komu ráðgjafanefndir, heilbrigðisnefndir sveitarfélaga og sérfræðistofnanir auk þess að henni. Drög að skýrslunni voru sett í kynningu í sex mánuði í þeim tilgangi að fá fram umræðu meðal almennings, sveitarfélaga, hagsmunaaðila og þeirra sem vinna með vatn. Á kynningartímanum bárust ný gögn, ásamt leiðréttingum og ábendingum, sem tekið var tillit til í endanlegri stöðuskýrslu, og hefur hún því tekið töluverðum breytingum síðan.
Nafn og númer vatnshots |
Mat á álagi |
Athugasemdir um hugsanlegt umtalsvert álag |
Vatnasvæði 1 | ||
Skutulsfjörður innri (strandsjávarhlot) |
Óvissa | Óvissa um álag og áhrif þess. Losun óhreinsaðs skólps gæti valdið staðbundnu álagi vegna uppsöfnunar á lífrænu efni. |
Torfalækur (straumvatnshlot) |
Óvissa | Hátt hlutfall þekju tína og bithaga af vatnasviði, mæligögn vantar. |
Vatnasvæði 2 | ||
Eyjafjarðarbotn (strandsjávarhlot) |
Óvissa | Óvissa um álag og áhrif þess. Losun óhreinsaðs skólps gæti valdið álagi vegna uppsöfnunar á lífrænu efni. Óheilnæmt vatn, sjónmengun. |
Glerá 1 (straumvatnshlot) |
Óvissa | Hugsanlegur leki mengunarefna frá gömlum urðunarstað í Glerá. |
Hlíðardalslækur (straumvatnshlot) |
Óvissa | Efnamengun í ánni vegna losunar affallsvatns frá jarðvarmavirkjun, breyting á eðlisþáttum og lífríki. |
Eyvindará 2 (straumvatnshlot) |
Óvissa | Óvissa um álag vegna saurkólígerlamengunar í hluta árinnar þ.e. neðan við brú, í grennd við Einbúablá. |
Eiðisvatn (stöðuvatnshlot) |
Óvissa | Hugsanlegur leki mengunarefna frá gömlum urðunarstað í læki og Eiðisvatn. |
Mývatn (stöðuvatnshlot) |
Óvissa | Vísbending um fækkun kúluskíts og um langtímabreytingar í vatninu. |
Lón (sjávarlónahlot) |
Óvissa | Hætta á uppsöfnun efna í lóni vegna fiskeldis. |
Krafla-Bjarnarflag (grunnvatnshlot) |
Óvissa | Hætta á efnamengun í grunnvatni og lindum í sprungum austan við Mývatn vegna losunar affallsvatns frá jarðvarmavirkjunum. |
Héðinshöfði (grunnvatnshlot) |
Óvissa | Óvissa um álag vegna ösku frá sorpbrennslustöð sem urðuð var. |
Vatnasvæði 3 | ||
Þverá 2 (straumvatnshlot) |
Óvissa | Óvissa um álag í ánni. Staðbundin saurkólígerlamengun í skurðum, óheilnæmt vatn. |
Ytri Rangá 1 (straumvatnshlot) |
Óvissa | Óvissa um álag vegna staðbundinnar saurkólígerlamengunar í ánni, óheilnæmt vatn. |
Ölfusá 1 (straumvatnshlot) |
Óvissa | Óvissa um álag vegna saurkólígerlaemengunar í ánni, óheilnæmt vatn. Mikil neikvæð sjónræn áhrif óhreinsaðs skólps í vík. |
Selgil (straumvatnshlot) |
Óvissa | Hátt hlutfall þekju túna og bithaga af vatnasvæði, mæligögn vantar. |
Eyjarfljót (straumvatnshlot) |
||
Hryggjarkvísl (straumvatnshlot) |
||
Flókastaðaá (straumvatnshlot) |
||
Móeiðarhvolsalda (straumvatnshlot) |
||
Þórunúpsgil (straumvatnshlot) |
||
Langholtsós (straumvatnshlot) |
||
Skipaós (straumvatnshlot) |
||
Skarðsfjörður (sjávarlónahlot) |
Óvissa | Óvissa um álag. Losun óhreinsaðs skólps og ófullnægjandi hreinsun á frárennsli frá hluta starfsemi í sjávarlónið gæti valdið staðbundnu álagi vegnu uppsöfnunar á lífrænu efni. |
Vatnasvæði 4 | ||
Blikastaðakró-Leirvogur (strandsjávarhlot) |
Óvissa | Líklegt að mengun frá gömlun urðunarstöðum leki í strandsjó og hugsanleg uppsöfnun efna í seti og lífríki. Nafngift vatnshlots er röng. Um er að ræða Elliðarárvog og innri hluta Sunda ásamt Grafarvogi. |
Súluá/Austurlækur (straumvatnshlot) |
Óvissa | Hátt hlutfall túna og bithaga af vatnasviði, mæligögn vantar. |
Kalmansá (straumvatnshlot) |
||
Lækur úr Vatnshamravatni (straumvatnshlot) |
||
Farvegur og smálækir (straumvatnshlot) |
||
Seljadalsá (straumvatnshlot) |
Óvissa | Hátt hlutfall þekju akur- og garðyrkju af vatnasviði, mæligögn vatnar. |
Reykjakvísl (straumvatnshlot) |
Óvissa | Hátt hlutfall þekju blandaðrar ræktunar af vatnasviði, mæligögn vantar. |
Tjörnin í Reykjavík (stöðuvatnshlot) |
Í hættu | Hátt efnainnihald og mengun. |
Bakkatjörn (ekki skilgreind sem vatnshlot) |
Óvissa | Hátt efnainnihald. |
Þingvallavatn (stöðuvatnshlot) |
Óvissa | Óvissa um álag vegna efnamengunar úr affallsvatni jarðvarmavirkjunar og vegna hitaáhrifa þess. Staðbundið hitaálag við suðvesturströnd vatnsins. Vísbendingar um aukinn styrk svifþörunga og köfnunarefnis. |
Nesjahraun (grunnvatnshlot) |
||
Stór-Reykjavíkursvæði (grunnvatnshlot) |
Óvissa | Hugsanlegt að mengun berist í grunnvatn m.a. frá ofanvatni af vegum og athafnasvæðum og vegna lekra skólplagna. Gert er ráð fyrir að vatnsverndarsvæði séu austan við þetta vatnshlot. |
Rosmhvalanes (grunnvatnshlot) |
Í hættu | Líklegt að efnamengun komist í grunnvatn frá gömlum urðunarstöðum og hugsanlega úr ösku sem geymd var óvarin á athafnasvæði við Hafnarveg. Ýmis mengunarefni hafa mælst í grunnvatni á Miðnesheiði rakin til ýmissar starfsemi. |