Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Á undanförnum árum hefur Umhverfisstofnun markvisst reynt að draga úr umhverfisáhrifum stofnunarinnar. Innleitt var ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi samhliða ISO 9001 gæðakerfi. Pappír er meðal þeirra gæða sem hefur verið fyrirferðamikill í stjórnsýslu í gegnum tíðina. Frá 2010 til 2012 dróst pappírsnotkun saman um 12% á skrifstofum Umhverfisstofnunar í Reykjavík. Allur pappír sem stofnunin notar er umhverfismerktur. 

Einnig voru gerðar breytingar á prenturum og eru nú notuð prenthylki með vaxi sem hafa minni umhverfisáhrif. Áfram verður dregið úr pappírsnotkun, m.a. samhliða aukinni rafrænni þjónustu, sem hækkar þjónustustig og dregur úr umhverfisáhrifum. 

Lögð er áhersla á að sem mest af innkeyptum vörum séu umhverfisvottaðar og eru t.d. nær öll hreinsiefni sem notuð eru umhverfismerkt. Þá hefur tekist að bæta flokkun umstalsvert frá árinu 2009 en þá var 68% úrgangs flokkaður en 97% árið 2011 og 93% árið 2012. Næsta skref í þeim efnum er að draga úr magni úrgangs sem fellur til hjá stofnuninni. 

Umhverfisstofnun hvetur opinbera aðila til að draga úr umhverfisáhrifum frá sínum rekstri og er tilbúin til þess að miðla af sinni reynslu í þeim efnum.