Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Loftslags- og lofthópur Norrænu ráðherranefndarinnar (KOL) auglýsir eftir verkefnisumsóknum um nýskapandi miðlun upplýsinga á Norðurlöndum á sviði náttúruvísinda og samfélagsgreina byggt á fimmta mati IPCC á loftslagsbreytingum. 

Loftslags- og lofthópurinn vinnur að því að takmarka og koma í veg fyrir alvarlegar loftslagsbreytingar og loftslagsbreytingar sem fara þvert á landamæri, auk þess að vinna að því að loftmengun skaði ekki umhverfið og heilsu fólks. Verkefnið á að stuðla að því að miðla þekkingu á loftslagsbreytingum á nýjan og nýskapandi hátt til markhópa sem ekki vinna með loftslagsmál að jafnaði.