Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi rann út á miðnætti 15. febrúar og er verið að fara yfir umóknir. Þegar fjöldi umsókna og fjöldi þeirra sem eru á fimm skipta reglunni liggur fyrir verður það birt hér á síðunni.  

Útdráttur hreindýraveiðileyfa fer fram laugardaginn 22. febrúar kl. 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum. Útdrátturinn verður sýndur beint á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Niðurstöður útdráttar verða sendar á mánudegi til umsækjenda. 

Þeir umsækjendur sem fá dýr þurfa að greiða staðfestingargjald fyrir 1. apríl hyggist þeir taka leyfið. Staðfestingargjald er fjórðungur af verði leyfisins og fæst ekki endurgreitt. Þá vill Umhverfisstofnun minna á skotprófið fyrir þá sem fá úthlutað veiðileyfi.

Þeir umsækjendur sem fá leyfi úthlutað en hyggjast ekki nýta leyfið eru hvattir til að tilkynna þá ákvörðun sem fyrst.