Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Framkvæmdastjórn ESB og aðildarríki ESB og EES hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að skilum á skýrslu vegna losunar gróðurhúsalofttegunda árið 2013 sem átti að vera lokið fyrir 31. mars næstkomandi, og uppgjöri losunarheimilda sem átti að vera lokið fyrir 30. apríl næstkomandi í flugi , er frestað til ársins 2015. Þetta er gert í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja að niðurstaða um tillögu Framkvæmdastjórnar ESB um breytingu á tilskipun 2003/87/EB náist í tæka tíð.