Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Þann 26. febrúar sl. gaf Umhverfisstofnun út leyfi til Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar örverur í Lífvísindasetri, starfsstöð í Læknagarði. Heimiluð er starfsemi með erfðabreyttar örverur af flokki I, með plasmíð og klónuð gen í Escherichia coli og Saccharomyces cerevisiae og skilgreindum spendýra frumulínum frá viðurkenndum dreifingaraðilum. Einnig er heimil starfsemi með erfðabreyttar örverur af flokki II, að ferja og tjá gen í HIV og mæði-visnu lentiveirukerfum, í adenó- og „adeno-associated“ veirukerfum, og í baculoveirukerfi. 

Tilgangur starfseminnar eru vísindarannsóknir sem miða að því að skilja hlutverk, stjórnun og starfsemi gena/próteina í þroskun heilbrigðra lífvera og í myndun sjúkdóma. Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, og er veitt til 10 ára.

Tengd gögn