Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Landbúnaðarháskóli Íslands heldur námskeið um meðferð varnarefna dagana 7.-11. apríl næstkomandi að Keldnaholti í Reykjavík. Kennt er samkvæmt nýrri námskrá sem byggist á efnalögum nr. 61/2013 og ákvæðum í væntanlegri reglugerð um meðferð varnarefna og notendaleyfi. 

Námskeiðið er ætlað fyrir eftirfarandi markhópa: 

  • Þá sem hyggjast gerast ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna,
  • Þá sem hyggjast nota varnarefni í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun,
  • Þá sem hyggjast nota varnarefni við eyðingu meindýra. 

 Allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands

Skráning á námskeið og greiðsla námskeiðsgjalds fer fram í gegnum netið. Veljið viðkomandi námskeið og smellið á „Skráning“. Einnig er hægt að senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is eða hringja í síma 433-5000.