Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur undanfarið unnið að gerð verndar- og stjórnunaráætlun fyrir friðlandið Surtsey. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum. 

Eyjan myndaðist í eldgosi á árunum 1963-1967. Surtsey var fyrst friðlýst árið 1965 meðan gosvirkni var enn í. Verndargildi Surtseyjar felst fyrst og fremst í því að svæðið hefur hátt vísinda- og náttúruverndargildi á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða, en þar eru heildstæðar og óraskaðar náttúruminjar sem endurspegla náttúrulega þróunarferla og eru afar viðkvæmar fyrir röskun. Í júlí 2008 var Surtsey skráð á heimsminjaskrá UNESCO. 

Megin markmið með gerð verndar- og stjórnunaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun friðlandsins, hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins og sjá til þess að friðun Surtseyjar verði tryggð um ókomna framtíð. Þá er það jafnframt tilgangur verndar- og stjórnunaráætlunarinnar að styðja við þær rannsóknir sem fram fara í eyjunni og nágrenni hennar. 

Frestur til að skil inn athugasemdum er til þriðjudagsins 2. maí 2014. Hægt er að skila inn umsögnum gegnum vefinn eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 

Nánari upplýsingar veitir Þórdís V. Bragadóttir eða í síma 591-2000

Tengd gögn