Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Vakin er athygli á því að upplýsingar um kröfur er varða snyrtivörur hafa verið uppfærðar. Umhverfisstofnun hefur einnig útbúið bækling um markaðssetningu snyrtivara og tvo gátlista, annars vegar um markaðssetningu snyrtivara almennt og hins vegar um markaðssetningu hárlita

Í bæklingnum og gátlistunum er farið yfir kröfur er varða markaðssetningu snyrtivara skv. nýlegri reglugerð nr. 577/2013 sem innleiddi reglugerð ESB nr. 1223/2009. Með henni voru kröfur um upplýsingagjöf til framleiðenda hér á landi og innflytjenda snyrtivara frá löndum utan EES svæðisins hertar. Helstu breytingarnar eru þær að nú eru gerðar kröfur um ábyrgðaraðila fyrir hverri snyrtivöru sem og um öryggismat og sérstakt upplýsingaskjal. Einnig skal tilkynna um fyrirhugaða markaðssetningu snyrtivöru í sérstaka vefgátt ESB. Auk þess skal fylgja ákveðnum skilyrðum er varða fullyrðingar um virkni snyrtivöru og skulu þær sannprófaðar. 

Markmiðið með breytingunum er að tryggja öruggar vörur á markaði, bæta rekjanleika þeirra og samhæfa reglur um framleiðslu og markaðssetningu snyrtivara. Allt er þetta liður í að tryggja öflugri heilsuvernd.

Tengd gögn