Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Stakksbraut 9 ehf. til að að framleiða í tveimur ljósbogaofnum allt að 100.000 tonnum á ári af hrákísli (>98% Si) og allt að 38.000 tonnum af kísilryki og 6.000 tonnum af kísilgjalli. Reksturinn á að fara fram á lóðinni Stakksbraut 9 í Reykjanesbæ, en hún er á Helguvíkursvæðinu. 

Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og álit Skipulagsstofnunar lá fyrir 10. maí 2013. Skilyrðin í starfsleyfistillögunni miðast við matsskýrslu og umfjöllun Skipulagsstofnunar, starfsleyfisskilyrði sambærilegra fyrirtækja sem hafa starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun, sem og viðmið um bestu fáanlega tækni. 

Starfsleyfistillagan er auglýst á tímabilinu 16. apríl til 11. júní 2014. Hér að neðan má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar og umsóknargögnin. Einnig tilkynningu til Skipulagsstofnunar og álit hennar. Þá fylgir yfirlýsing Reykjaneshafnar um að frágangur fráveitu muni standast reglugerð sem um hana gildir. 

Umhverfisstofnun hyggst halda opinn kynningarfund um tillöguna. Fundurinn verður haldinn í Duushúsi í Reykjanesbæ kl. 17, þann 29. apríl næstkomandi.

Tengd gögn