Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur markað sér stefnu í upplýsingamálum sem grundvallast á miklu gagnsæi og metnaði fyrir að taka virkan þátt í opinberri umræðu um umhverfismál. Stofnunin óskar að ráða upplýsingafulltrúa til starfa. 

 Helstu verkefni: 

  • Samskipti við fjölmiðla 
  • Miðlun upplýsinga um störf stofnunarinnar 
  • Eftirfylgni upplýsingastefnu og markmiða í upplýsingamálum 
  • Ritstjórn og yfirumsjón vef- og samfélagsmiðla 
  • Greinarskrif og kynningar 
  • Umsjón með framleiðslu á efni fyrir prent- og margmiðlun 
  • Evrópusamstarf í upplýsingamálum 

Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi auk reynslu af fjölmiðlum. Framhaldsmenntun í fjöl- og/eða margmiðlun er kostur. Að öðru leyti verða eftirfarandi hæfniþættir hafðir til hliðsjónar við val á starfsmanni: 

  • Góðir samskiptahæfileikar 
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti 
  • Þekking / reynsla af vefumsjón 
  • Þekking / reynsla af umhverfismálum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 
  • Þekking á Norðurlandamáli 

Starfsaðstaða er í Reykjavík. Næsti yfirmaður hans er Áki Á. Jónsson sviðsstjóri en upplýsingafulltrúi vinnur einnig náið með forstjóra. Nánari upplýsingar um starfið veita Áki Á. Jónsson og Sigrún Valgarðsdóttir mannauðsstjóri í síma 591 2000. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. 

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu. 

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2014. Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is.