Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Landhelgisgæslan hefur fundið málmhlut á stærð við olíutank mjög nálægt þeim stað þar sem talið var að tankurinn hefði fallið í vatnið. Hann er um 110 cm undir botni Mývatns á fjögurra metra dýpi. Í ljósi staðsetningar og stærðar hlutarins er nærri víst að um olíutankinn sé að ræða. Reynt verður í dag eða á morgun að komast niður á hlutinn og ganga úr skugga um að svo sé.

Umhverfisstofnun mun funda með Landhelgisgæslunni og fara yfir stöðuna. Í kjölfarið verður svo tekin ákvörðun um hvenær og með hvaða hætti tankurinn verður fjarlægður.

Tengt efni