Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Sameiginlega EES- nefndin hefur ákveðið breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, og að fellt verði inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020. Reglugerðin verður einnig innleidd inn í íslensk lög. 

Umhverfisstofnun vill ítreka að flugrekendur þurfa ekki að skila skýrslu eða gera upp heimildir fyrir árið 2013 fyrr en árið 2015. Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda mun fara fram fyrir 1. september nk. Aðrir mikilvægir þættir reglugerðarinnar eru: 

  • Smáir flugrekendur með losun undir 1.000 tonnum af Co2 á ári skulu undanskildir gildissviðinu til 31. desember 2020. Í þessum 1.000 tonnum er miðað við alla losun til og frá EES- ríkjum. 
  • Ef að heildarlosun flugrekenda er minni en 25.000 tonn af CO2 á ári skal litið svo á að losun hans sé vottuð, hafi hún verið ákvörðuð með því að nota tæki fyrir smálosendur skv. reglugerð ESB nr. 606/2010 og því ekki þörf á vottun frá löggiltum vottunaraðila. 
  • Gildissvið fyrir skýrsluskil og uppgjör losunarheimilda er þrengt og nær einungis til flugumferðar innan EES, en ekki til flugs til og frá svæðinu, flug til og frá ystu svæða (e. outermost regions) eru undanskilin en flug á milli flugvalla innan sömu ystu svæða eru innan gildissviðs. 

Framkvæmdastjórnin hefur uppfært algengar spurningar og svör á heimasíðu sinni. Umhverfisstofnun hvetur flugrekendur til að kynna sér algengar spurningar og reglugerðina.