Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Dyrhólaey er friðland. Á friðlýstum svæðum þarf að gæta að verndun samhliða því að tryggja almannarétt. Sum svæði eru lokuð hluta úr ári til verndunar dýralífi, önnur eru lokuð allt árið vegna viðkvæmra náttúruminja, umferð um sum svæði er takmörkuð þannig að fólk þarf að tilkynna sig inn á svæði og enn önnur opin allt árið um kring. Umhverfisstofnun hefur heimild til að takmarka umferð í Dyrhólaey og hefur stofnunin ákveðið síðustu ár hvort og hversu lengi svæðið skuli lokað fyrir umferð almennings til verndunar fuglalífi.

Undanfarin ár hafa verið talsverðar deilur vegna Dyrhólaeyjar, þar sem ólík sjónarmið eru uppi á svæðinu um það hvort og hversu lengi loka skuli eynni. Þar takast á ýmsir hagsmunir. Umhverfisstofnun tekur ákvarðanir með hagsmuni umhverfis og almannarétt að leiðarljósi. Það er mikilvægt að fólk virði þær ákvarðanir sem teknar eru til verndar náttúru og dýralífi jafnt sem þeim sem tryggja almannarétt og umgengni um svæði. Dyrhólaey er opin almenningi nær allt árið en umferð verður stýrt um friðlandið með eftirfarandi hætti á árinu 2014 til verndar fuglalífi:

  • Á tímabilinu 9. maí 2014 til 25. júní 2014 verður Háey Dyrhólaeyjar lokuð fyrir akandi umferð, en opið inn á Lágey milli kl. 9 og 19. Umferð gangandi fólks er heimil bæði um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum á þeim tíma.
  • Friðlandið er lokað á kvöldin og yfir nóttina frá kl. 19 til kl. 9 frá 9. maí.
  • Frá 25. júní er svæðið opið allan sólarhringinn.

Tengt efni