Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í því skyni að auka skilvirkni úthlutunar veiðileyfa hefur Umhverfisstofnun gert breytingu á vinnureglum varðandi biðlistaúthlutun. Breytingin er á þann veg að eftir 5. september hvað tarfa varðar og eftir þann 10. september hvað kýr varðar áskilur stofnunin sér rétt til hafa aðeins samband við þá á biðlista sem hafa sérstaklega tilkynnt að þeir væru tilbúnir að fara til veiða fái þeir úthlutað eftir þann tíma. Á undanförnum árum hefur verið erfitt að úthluta innskiluðum veiðileyfum síðustu daga veiðitímabilsins þar sem Umhverfisstofnun hefur verið bundin að því að fara eftir biðlistum fram á síðasta dag. Oft hefur farið mikill tími í að ná í veiðimenn sem voru löngu búnir að gefa frá sér hugmyndina að fara til hreindýraveiða. Vegna þessa hefur jafnvel komið til að ekki hafi tekist að koma öllum veiðileyfum út. Þeir veiðimenn sem sjá fram á að þiggja veiðileyfi fram á síðustu daga eru því beðnir um að skrá sig gegnum rafrænt eyðublað hér fyrir neðan. Þeir sem skrá sig raðast eftir þeim slembitölum sem þeir fengu í útdtætinum í febrúar.